Chimichanga
Fyrir 4 til 6.
- 12 hveititortillur
- olía til djúpsteikingar
- 1 1/2 dl sýrður rjómi
- 250 g rifinn ostur
- 1 msk olía
- 1 lítill laukur fínsaxaður
- 1 hvítlauksgeiri fínsaxaður
- 1 grænn chilepipar fræhreinsaður og fínsaxaður
- 1 jalapeno pipar fínsaxað
- 1/2 græn paprika, fræhreinsuð og fínsöxuð
- 2 meðalstórar kartöflur soðnar og skornar í teninga
Hitið olíuna á pönnu, látið lauk, hvítlauk, pipar og papriku út í. Steikið vægt á meðalhita í 5 mínútur þar til mýkist (á ekki að brúnast). Látið kartöflubitana út í og blandið vel. Setjið til hliðar. Hitið þykka pönnu þar til vatnsdropar snarka þegar dreypt er yfir. Setjið tortillu í pönnuna og hitið í 30 sekúndur. Takið torilluna af pönnuni setjið í hana skeiðarfylli af af laukblöndunni í miðju, skeiðarfylli af sýrðum rjóma þar ofan á og loks rifinn ost. Brjótið saman í böggul og festið með tannstöngli eða kokteilpinna. Gerið eins við allar tortillurnar. Hitið olíuna í djúpsteikingarpotti eða á pönnu. Steikið bögglana nokkra í senn í ca. 5 mín þar til þeir verða fagurbrúnir. Síið úr á eldhúspappír. Berið fram með guacamole og salsasósu.