Forsíða
Velkomin(n) á uppskriftavefinn
Upphaflega planið með þessari síðu var að halda utan um "uppskriftirnar hennar mömmu". Samansafn af uppskriftum úr gömlum bókum frá ömmu eða litlir handskrifaðir miðar eða úrklippur svo voru iðulega týndir eða illlæsilegir þegar til átti að taka. Upphafið nær reyndar alveg til ca ársins 1990 þegar ég byrjaði að hamra þessar uppskriftir inn í heimilistölvuna, prenta út og setja í plastvasa. Nú er öldin önnur og allt komið á netið og tilhvers að einskorða sig við gömlu uppskriftirnar. Nú geta allir verið með og sett inn sínar uppskriftir.
Þessi uppskrifta síða er uppbyggð sem wiki með hjálp MediaWiki. Það þýðir það að allir sem áhuga hafa geta bætt við uppskriftum og jafnvel endurbætt þær sem fyrir eru.
Ég er nýverið búin að breyta aðganginum þannig að fólk verður að vera skráð til að geta sett inn uppskriftir. Það var gert til að stoppa leiðinda spam sem óprúttnir aðilar voru farnir að hrúga inn á vefinn. Það ætti ekki að stoppa neinn, bara búa til aðgang, skrá sig inn og byrja að setja inn uppskriftir.
Besta leiðin til að búa til uppskrift er útskýrð hér.
Ef þið treystið ykkur ekki til að setja uppskriftir inn sjálf getið þið sent þær í tölvupósti á belgur@belgur.net.
Síða um hvernig breyta má milli mælieininga má finna hér.
Flokkar eftir tegund/innihaldi: Brauð | Kökur | Hollusta | Fiskur | Kjöt | Sultur og fleira | Súpur | Sósur | Grænmeti
Flokkar eftir framreiðslu: Forréttir | Aðalréttir | Eftirréttir | Meðlæti | Smáréttir | Drykkir | Morgunmatur
Flokkar eftir landi: Mexíkó | Ungverjaland | Indland | Ísland
Flokkar eftir árstíðum: Jól | Þorri
Kerfisflokkar: Ókláraðar uppskriftir
Hjálpaðu okkur með því að laga ókláraðar uppskriftir eða senda inn nýjar.