Guacamole
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Fyrir 4 til 6.
- 1/2 lítill laukur
- 4 tómatar, flysjaði, fræhreinsaðir og fínsaxaðir
- 1 ferskt grænt chilepiparaldin, fræhreinsað og fínsaxað
- 1/2 lítil paprika, fræhreinsuð og fínsöxuð
- 1 msk saxaður kóríander (krydd)
- 2 stór þroskuð (mjúk) avókadó
- salt og pipar
- 2 tsk sítrónusafi
- 1 msk ólífuolía
Blandið saman lauk, tómötum, chilepipar, papriku og kóríander í skál. Skerið avókadóin langsum í tvennt og fjarlægið steininn úr og takið aldinkjötið úr með skeið. Stappið gróft saman við tómatahræruna. Bætið salti, pipar og sítrónusafa og að lokum ólífuolíunni og hrærið vel saman.