Waldorfssalat
Waldorfsalat fyrir fjóra
- 3-4stilkar af sellerí eða ein lítil sellerírót
- 50 gr mayones
- 1 dl rjómi (35%)
- 25- 30 valhnetukjarnar
- 2 epli (græn)
- safinn úr hálfri sítrónu
- fáein blá eða græn vínber
1. Skola selleríð og brjóta sengurnar til að draga út seigustu þræðina skera stilkana í mjög fínar sneiðar - ef notuð er rót þá á að grófrífa hana og væta í sítrónusafa
2. Skræla eplin og skera í fjóra báta. Taka kjarnan úr og skera bátana í þunnar sneiðar. Væta í sítrónusafa til að eplin dökkni ekki Taka frá nokkra heillega valhnetukjarna til skreytinga og grófhakka restina.
3. Þeyta rjómann og blanda saman við hökkuðu hneturnar og mayonesið. Hella sósunni yfir eplin og selliríið og blanda varlega saman við með tveim göfflum svo sítrónusafinn blandist í sósuna.
Setjið salatið í skál og skreyta með heilum hnetukjörnum og hálfum vínberjum.
Passar sérstaklega vel með villibráð (og einnig öllu hinu líka).
Bon appetit