Vetrarsúpa

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Uppskrift í Fréttablaðinu Kartöflu og Sellerísúpa Jóns Halls Stefánssonar

  • Ólífuolía
  • 1-2 laukar
  • 1/2 hvítlaukur
  • 1 kg kartöflur
  • 1/2 kg sellerí
  • 1 bréf bacon
  • 1 bolli söxuð steinselja
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • salt
  • brodd-kúmin (kummin)
  • cayan pipar
  • Vatn

Vatnið hitað í potti og kryddið sett með. Bacon steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt. Laukurinn saxaður og steiktur í olíu þangað til hann er orðinn glær. Þá er hann settur út í vatnið og hvítlaukurinn saxaður niður og steikur þangað til hann lyktar vel og settur út í vatnið. Kartöflurnar skrældar og skornar niður í teninga. Selleríið er þvegið og skorið í litla bita. Kartöflur og sellerí sett út í pottinn. Látið sjóða í 45-60 mín. Rjóminn og steinselja sett út og þegar súpan er tilbúin er stökku beikoni dreift yfir hana. Einnig má strá steinselju yfir eftir á.