Tíramísu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Áætlað fyrir 8. Tilbrigði við uppskrift úr Ostalyst 2.

  • 6 egg
  • 150 g suðusúkkulaði
  • ca 1-2 pakkar ladyfingers eða langevinger fer eftir því hvað formið er stórt
  • 1.5 bolli sterkt kalt kaffi
  • 0.5 bolli Kahlúa eða annar kaffilíkjör eða bara kaffi. Má líka nota Grand Marnier fer eftir smekk.
  • 6 msk sykur
  • 500 g rjómaostur (mascarpone eða venjulegur)
  • 1/2 dl rjómi
  • ca 1/2 - 1 msk kakó

Byrjað á að malla kaffið og kæla það. Súkkulaðið brytjað eða rifið smátt. Eggin skilin og eggjarauður og sykur þeytt vel saman þar til létt og ljóst. Rjómaosturinn er hrærður saman við rjóman og blandað við eggjahræruna. Þá eru eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim blandað varlega við hræruna. Kalda kaffinu og líkjörnum blandað í skál og ladyfingerskexið bleytt í því og raðað í botninn á ílátinu sem kakan á að vera í. Mjög fínt að nota pæform eða bara glerskál. Helmingurinn af hrærunni er sett yfir kexið og 2/3 af súkkulaðispæninum stráð yfir. Þá er sett annað lag af ídýfðum ladyfingers og þá restin af hrærunni. Svo er kakóið sigtað yfir þannig að það hylji vel og að lokum restin af súkkulaðispæninum stráð yfir.

Látið standa í 2-3 tíma í kæli áður en borið fram.