Sultusnittur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 250 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 100 gr smjörlíki
- 75 gr sykur
- 2 egg
- dálítill rjómi (eða bara mjólk)
- 1 tsk kardimommudropar
- Rabarbarasulta eða aðrar tegundir af sultu.
- Glassúr (Flórsykur, kakó, vatn) - má sleppa
Blandið saman öllum þurrefnum og hnoðið svo degið saman með eggjum, rjóma og kardimommudropum. Skiptið deginu í þrennt og búið til lengjur úr hverjum hluta. Búið til rauf í hverja lengju með fingrinum og setjið sultu í hana. Bakið í miðjum ofni við 200 gráður þar til lengjurnar eru ljósbrúnar. Það getur verið gott að setja smá glassúr á lengjurnar en það er allsekki nauðsynlegt.