Snarkandi risarækjur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Fyrir 2
- 400 g hráar risarækjur
- 2 rauðir chiliávextir
- 5 msk ólífuolía
- 3 hvítlauksrif (marin)
- salt og pipar
- 0.5 dl hvítvín (má sleppa)
Skerið chiliávextinn í tvennt eftir endilöngu. Hitið olíuna á pönnu og setjið rækjur, chili og hvítlauk út í. Steikið á háum hita í u.þ.b. 3 mínútur. Hrærið í á meðan. Þegar rækjurnar eru orðnar bleikar er rétturinn tilbúinn. Skellið hvítvíninu saman við í lokin. Berið fram strax.