Skyrterta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 lítill pakki Homeblest kex
- 1 peli rjómi þeyttur
- 1 lítil dós blóðappelsínuskyr (má nota annað skyr)
- 1 stór dós vanilluskyr
- Dönsk kirsuberjasósa með heilum kirsuberjum
Kexið mulið og sett í botninn á kringlóttu formi og blóðappelsínuskyrinu blandað saman við. Rjóminn þeyttur og blandað saman við vanilluskyrið. hrærunni hellt yfir kexið. Kirsuberjasósunni hellt yfir. Geymt í kæli.