Sjávarréttasúpa
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Uppskrift frá Þórunni Höllu Guðmundsóttur, hússtjórnarkennara í MH.
- 1 dós Hunts Chunky tómatar, (garlic and herbs)
- 200 g rjómaostur
- 1 hvítlaukskrif, pressað
- oregano eftir smekk
- 1 fiskitengingur
- 1 grænmetisteningur
- 3 bollar vatn
- 2 dl mjólk eða rjómi (kaffirjómi, matreiðslurjómi)
Rækjur, humar, lúða, ýsa, kræklingur, krabbi, skötuselur, bleikja eða annar fiskur eftir smekk.
Gott er að krydda vel, t.d. með svörtum pipar og chilli dufti.
- Setjið vatn og tómata í pott ásamt rjómaostinum og látið sjóða við vægan hita þar til osturinn er bráðinn.
- Setjið þá kryddið og teningana, látið malla smá stund.
- Setjið mjólkina (rjómann) og fiskinn saman við rétt áður en súpan er borin fram. Fiskur sem þarf að sjóða (ýsa, lúða,..) þarf að setja í súpuna 4-5 mín áður en hún er borin fram.
- Ef súpan er of sterk má bæta mjólk eð vatni saman við.
Berið fram með nýbökuðu brauði. Gott er að láta grænmeti í þessa súpu.