Sjávarréttasúpa

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Uppskrift frá Þórunni Höllu Guðmundsóttur, hússtjórnarkennara í MH.

  • 1 dós Hunts Chunky tómatar, (garlic and herbs)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 hvítlaukskrif, pressað
  • oregano eftir smekk
  • 1 fiskitengingur
  • 1 grænmetisteningur
  • 3 bollar vatn
  • 2 dl mjólk eða rjómi (kaffirjómi, matreiðslurjómi)

Rækjur, humar, lúða, ýsa, kræklingur, krabbi, skötuselur, bleikja eða annar fiskur eftir smekk.

Gott er að krydda vel, t.d. með svörtum pipar og chilli dufti.

  1. Setjið vatn og tómata í pott ásamt rjómaostinum og látið sjóða við vægan hita þar til osturinn er bráðinn.
  2. Setjið þá kryddið og teningana, látið malla smá stund.
  3. Setjið mjólkina (rjómann) og fiskinn saman við rétt áður en súpan er borin fram. Fiskur sem þarf að sjóða (ýsa, lúða,..) þarf að setja í súpuna 4-5 mín áður en hún er borin fram.
  4. Ef súpan er of sterk má bæta mjólk eð vatni saman við.

Berið fram með nýbökuðu brauði. Gott er að láta grænmeti í þessa súpu.