Saltfiskur í rjómatómatsósu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Fann þessa í spjallþræði einhversstaðar á netinu. Virkaði mjög sannfærandi ljúffeng.

Saltfiskstrimlar í rjómatómatsósu.

  • 800 gr. Saltfiskur útvatnaður og beinhreinsaður.
  • 1 ½ laukur fínt saxaður.
  • 1 gulrót skorin í mjóar ræmur.
  • Steinselja
  • 4 dl rjómi.
  • 2 ½ marskeið sojasósa.
  • 2-3 martkeiðar tómatsósa
  • 4 hvítlauksgeirar fínt skornir.
  • Smjör.

Saltfiskurinn er skorin niður í smáa strimla. Smjör og svolítið af olíu sett á stóra pönnu og laukurinn steiktur uns hann er mjúkur.Gulrótunum bætt út í, fisknum bætt út í og síðan restinni. Þykkt pínulítið með sósuþykkni.

Borið fram með:

  • Gulrófu
  • gulrót
  • sætum kartöflum,

Allt rifið niður á steikt á pönnu með hvítlauk.

Og hrásalati:

  • Spínat
  • jarðarber
  • gullostur
  • ristaðar furuhnetur