Súkkulaðiostakaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Gríðarlega góð, saðsöm og massíf ostakaka.

  • 300 g makkaróna kökur
  • 150 g smjör/smjörlíki

Bræða smjörið og mylja kökurnar. Blanda saman og setja í botninn á kringlóttu formi.

  • 300 g rjómaostur
  • 150 g flórykur
  • 0.5 l þeyttur rjómi

Rjómaostur og flórykur hrært vel saman. Þeyttum rjóma blandað saman við. Sett yfir makkarónublönduna.

  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 200 g suðusúkkulaði

Bræða súkkulaðið í vatnbaði og kæla. Blandað saman við sýrða rjómann og sett ofan á kökun.