Súkkulaði- hnetukökur Þrastar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Súkkulaði-hnetukökur Um 40 stk.
- 225 g smjör
- 350 g Síríus 70% súkkulaði
- 3 egg
- 4,5 dl sykur
- 1 vanillustöng
- 5 dl valhnetur
- 5 dl pekanhnetur
- 2 dl hveiti
- 1tsk lyftiduft
- 0,5 tsk salt
Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði og kælið aðeins, þeytið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt, skerið vanillustöngina í tvennt langsum, skafið vanillukornin úr og hrærið þau gætilega saman við eggjamassann ásamt súkkulaðiblöndunni. Saxið hneturnar og blandið þeim saman við hveitið, lyftiduftið og saltið. Sáldrið þessu yfir súkkulaðimassann og blandið gætilega saman við með sleikju. Kælið. Búið til lengjur úr deiginu og skerið þær í sneiðar, u.þ.b. 1 cm á þykkt. Fletjið kökurnar aðeins út með glasi eða pönnukökuspaða og bakið þær ofarlega í ofni við 175°C í um 7 mínútur.