Súkkínisúkkulaðikaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Góð kaka. Sá hana í Morgunblaðinu og varð að skrifa hana til til þess að gleyma henni ekki. Þú finnur ekki bragð af súkkíni í kökunni en súkkíni hefur þann hæfileiki að draga fram og efla súkkulaðibragðið. Það er því mjög mikið súkkulaðibragð af þessari köku. Bara gott..

Efniviður

  • 3 meðalstór egg
  • 2 dl púðursykur
  • 5 msk. olía
  • 2 msk. kakó
  • 1,5 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • 1/4 tsk. salt
  • 2,5 tsk. eplamauk
  • 4 dl rifið súkkíni
  • 1 dl súkkulaði (dökkt er náttúrulega betra)

Aðferð

  • Egg, sykur og olía þeytt saman
  • Eplamaukinu bætt við, og síðan öllum þurrefnunum
  • Kúrbítnum bætt við ásamt súkkulaðinu
  • Sett í aflangt mót eða hringmót.
  • Bakað við 180C í 60-70 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.