Sósa fyrir steikta gæs
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1/2 l matreiðslurjómi
- 2-4 tsk kjötkraftur
- 1-3 matskeiðar rifsberjasulta
- Svartur pipar
- Sósulitur
- Sósujafnari
Aðferð: Magn rjóma fer eftir hversu margir skulu borða, almennt gildir að 1/2 L dugir fyrir fjóra, magn annarra hráefna fer svo eftir rjómamagninu.
Rjómi, kjötkraftur rifsberjasulta sett í pott og hrært í. Smakkað til og piprað eftir þörfum. Kjötkraftur,rifsberjasulta og svartur pipar bætt í þar til hentugt bragð er komið á sósuna. Þá er sósulitur notaður eftir smekk og sósan þykkt með ljósum sósujafnara.