Sítrónuostakaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Áætluð fyrir 10. Tilbrigði við uppskrift úr Ostalyst.

  • 1 2/3 bolli hafrakex mulið
  • 5 msk sykur (fyrir botn)
  • 5 msk mjúkt smjör
  • 1 pk (85-90 g) sítrónuhlaup t.d. Royal
  • 1 bolli sjóðandi vatn
  • 500 g rjómaostur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 bolli sykur (fyrir rjómaostahræru)
  • 1 bolli rjómi, þeyttur

Hlaupið leyst upp í 1 bolla af heitu vatni og það kælt. Kexmylsnu, sykur og smjöri blanda saman og þrýst í botninn og upp með börmunum á lausbotna móti (22 cm). Bakað í 8 mín við 175°C. Rjómaosti, sykri og vanilludropum hrært saman. Þegar sítrónuhlaupið er orðið nokkuð vel hlaupið er því blandað í hræruna en ekki öllu í einu. Þeyttum rjóma er blandað í hræruna og hrærunni svo hellt yfir kexbotninn.

Látið standa í 2-3 tíma í kæli áður en borið fram.