Rjómaís

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Einfaldur og mjög góður ís - ömmuís!

  • 2 eggjahvítur
  • 1 peli rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 4 msk sykur
  • vanilludropar
  • brytjað suðusúkkulaði eftir smekk (má sleppa)
  • brytjaðar hnetur eftir smekk (má sleppa)

Eggjahvítur stífþeyttar og geymdar. Rjómi þeyttur og geymdur. Eggjarauður og sykur þeytt vel. Súkkulaðibitum, hnetum og vanilludropum blandað saman við. þeyttum rjóma blandað við eggjarauðu-sykur-hræruna og eggjahvítum að lokum blandað varlega saman við. Sett í form og stungið í frysti. Bragðast vel með bláberjum og þeyttum rjóma.