Plokkfiskur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 550 g ýsa eða þorskur soðinn
- 550 g soðnar og flysjaðar kartöflur, skornar.
- 1 laukur, skorinn smátt
- 350 ml mjólk
- 50 g smjör/smjörlíki
- 3 msk hveiti
- salt og pipar
- graslaukur til skrauts
Saxa lauk, svita hann á pönnu í smjörinu. Hita mjólkina upp að suðumarki. Strá hveitinu yfir laukinn í pönnunni og hræra vel saman láta malla í 1-2 mín. Hella mjólkinni í smáskömmtum út á laukinn og hræra vel og láta sósuna þykkna. Setja fiskinn út í og hræra vel í til að losa hann sundur. Salta vel og pipra. Setja að lokum kartöflurnar út í. Hræra öllu saman og látið hitna í gegn í pönnunni eða sett í eldfast mót og osti stráð yfir og hita í gegn í ofni.
Borið fram með rúgbrauði