Pecanpæ

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessi uppskrift var í Fréttablaðinu. Er frá Bjarti Loga Finnssyni bakara.

Frábær eftirréttur borinn fram með þeyttum rjóma og kaffi.

Mæli ekki alveg með þessu - var MJÖG einkennilegt. Endaði í ruslinu.

Botn

  • 100 g íslenskt smjör
  • 180 g hveiti
  • 1 eggjarauða
  • 1/2 tsk salt
  • 15 ml vatn

Allt hnoðað vel saman. Smyrjum 20-22 cm eldfast mót. Fletjum degið út og setjum í mótið, pössum okkur á því að degið nái alveg upp á brún.

Fylling

  • 190 g hrásykur (má líka vera venjulegur sykur)
  • 220 g síróp
  • 3 egg
  • 50 g íslenskt smjör
  • 125 g suðusúkkulaði
  • 150 g pecanhnetur

Hrærum vel saman sykur og smjör. Því næst bætum við sírópinu út í og hrærum síðan eggjunum saman við eitt og eitt í einu svo að blandan skilji sig ekki. Söxum hneturnar og súkkulaðið smátt og setjum saman við og hrærum varlega saman við. Hellum blöndunni yfir botninn.Bakið pæið við 175°C í um það bil 40 mínútur.