Partýbrauð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 5 dl mjólk
- 100 g smjörlíki
- 1 pk. þurrger
- 2 tsk salt
- 1 msk sykur
- 2 egg
- 900 g hveiti
- egg til penslunar
- Hörfræ
- Birkifræ
- Sesamfræ
Velgið mjólkina í 37º og bætið smjörlíkinu út í. Gerið er leyst upp í mjólkinni, sykri salti og eggjum svo bætt út í. Látið í skál og hveitinu bætt út í í smá skömmtum. Degið hnoðað í 3-5 mín. og látið hefast á volgum stað í 45 mín.
Degið hnoðað upp og mótaðar 30 bollur. Raðað á bökunarplötu Þannig að þær rétt snerti hver aðra. Látið hefast í 25 mín, penslað, fræunum stráð yfir.
Bakað í 20-25 mín. við 220°C í miðjum ofni.