Pólsk rababarakaka
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 100 g smjör
- 3 dl sykur
- 1 egg
- 1.5 dl mjólk eða rjómi eða bara rjómabland
- 3 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 3-4 stilkar rabarbari (ekki svo nákvæmt - má líka nota epli)
Sykur og smjör hrært mjög vel saman. Eggið sett í hræruna, svo mjólkin og að lokum hveiti ásamt lyftidufti. Deiginu helt í smurt eldfast mót. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn í litla bita og þeim potað ofan í deigið. Kakan bökuð í ca 50 mín við 175 C neðst í ofni.