Ofnbökuð lúða

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • Lúða
  • Sítrónupipar (ekki með hvítlauk)
  • Aspas/avókadó og tómatar

Lúðan sett í eldfast mót og sítónupipar stráð yfir. Annaðhvort er bara hægt að hafa þetta svona eða setja líka eitthvað grænmeti útí. skiptir ekki máli hvað það er en allavega er mjög gott að setja aspas og tómata eða avókadó ofaná fiskinn og þá er mjög gott að búa til hollandaise sósu og hella henni yfir fiskinn. Álpappír settur yfir og bakað í ofni. Borið fram með salati og kartöflum eða hrísgrjónum.