Mojito
- Safi úr 1/2 lime
- 2 tsk ljós hrásykur
- 10-12 blöð af ferskri piparmintu (Ath Bergminta er EKKI piparminta)
- 2 sjússar hvítt Bacardi Romm
- Klakar
- Sódavatn
Limesafi, hrásykur og piparmintulauf sett í mortel og marið saman. Ef ekki er til Mortel má setja þetta beint í glasið og nota t.d endann á sleif eða upptakara. Það þarf að ná bragðinu úr mintunni og mala sykurinn aðeins. Sett í (Long drink) glas ásamt rommi, nokkrum klökum og fyllt upp með sódavatni. Hrært hressilega í klasinu til að blanda öllu vel saman.
Piparmintu er mjög auðvelt að rækta á Íslandi, hún er aðeins rauðleit þegar hún vex utandyra en verður græn ef hún er höfð inni í hita. Best að hafa hana í potti þar sem hún skríður annars um allt. Auðvelt er að taka afleggjara þar sem hún dreifir sér með rótarskotum. Nóg að taka nokkra stilka með smá rót og stinga þeim beint í mold. Fyrir þá sem eiga ekki mintu í garðinum eða úti á svölum er víst hægt að nálgast hana við lækinn milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þar sem hún vex í miklum breiðum. Algjör óþarfi að vera að eyða miklum pening í þetta út í búð.