Mexíkósk kjúklingasúpa II
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Fyrir 4-6
Þessi er alveg hrikalega góð!
- 2 laukar
- 4 hvítlauksbátar pressaðir
- 2 msk olía
- 2 dósir niðursoðnir tómatar (1 sleppur alveg)
- 1 teningur kjúklingakraftur + ½ lítri vatn
- 1 teningur nautakjötskraftur + ½ lítri vatn
- 1 lítri tómatdjús (fæst í fernu, má alveg bjarga sér með líter af vatni+1-2 dósir tómatpúrra)
- 1 matskeið kóríanderduft
- 1/2 teskeið chilli duft (má alveg vera minna)
- 1/8 teskeið cayannepipar (ath fara varlega hér - mjög sterkt)
- 1 grillaður kjúklingur
- Nachos
- Rifinn ostur
- Sýrður rjómi
Aðferð
Laukur skorinn og steiktur í olíunni í stórum potti. Öllu blandað saman við. Látið malla í ca 1.5-2 tíma. Smakkað til hvort má setja meira af einhverju kryddi eða hvítlauk
1 grillaður kjúklingur tekinn af beinunum og settur út í ca ½ tíma fyrir framreiðslu Borinn fram með sýrðum rjóma, nachos og rifnum osti (sem allt er sett í súpuskálina)