Marengstoppar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
(Úr jólablaði Moggans 2000)
- 3 eggjahvítur
- 170 g sykur
- 100 g púðursykur
- 120 g suðusúkkulaði
- 60 g hakkaðar heslihnetur
Eggjahvíturnar, sykurinn og púðursykurinn stífþeytt saman. Heslihneturnar létt ristaðar í ofni við u.þ.b. 200°C þar til þær eru létt brúnaðar. Súkkulaðið brytjað smátt. Öllu blandað varlega saman með skeið. Sett á plötu með teskeið (passa að setja ekki of mikið í skeiðina) og bakað við 200°C í u.þ.b. 8-10 mínútur.