Mánudagsfiskréttur
- 400 g Ýsa eða þorskur
- Teryaki sósa (eða soja sósa reyndar ekki eins gott)
- Season All krydd
- 200 ferskir sveppir
- 1 dós kotasæla
- 1 dós sýrður rjómi
- Hrísgrjón fyrir 2
- Ostur
Fiskurinn skorinn í bita og settur í eldfast mót. Teryaki sósu gutlað yfir allan fiskinn og Season All kryddo stráð yfir allt saman. Sýrði rjóminn og kotasælan hrærð saman í skál, sveppirnir skornir í sneiðar og þeir hrærðir saman við blönduna. Sveppablöndunni er svo smurt yfir fiskinn og hann settur inn í miðjan ofn við ca 200°C í 15-20 mínutur eða þar til þetta er farið að sjóða. á meðan eru hrísgrjónin soðin. Hrísgrjónunum er svo bætt efst í mótið og aðeins reynt að blanda þeim saman við 'sveppasósuna'. Osturinn er skorinn í sneiðar og settur yfir og þvínæst eru herlegheitin bökuð í nokkrar mínútur í viðbót þar til ostrinn er bakaður.
Þetta bragðast alveg ágætlega þó svo það sé bara notaður sýrður rjómi eða bara kotasæla. Það er ekkert heilagt. Það má alveg örugglega nota hreina jógúrt í þetta líka í staðinn fyrir sýrða rjómann. Það má líka skipta sveppunum út í staðinn fyrir t.d. papriku eða eitthvað annað grænmeti. Eða blanda þá bara saman fleiri tegundum af grænmeti. Þetta getur ekki orðið vont.
Til að hafa þetta extra fitandi þá er gott að borða hvítlauksbrauð með þessu líka. Og svo auðvitað ferskt salat. Ekki má gleyma því.