Lakkrístoppar

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g rjómasúkkulaði (ég notaði bara suðusúkkul.)
  • 2 pokar lakkrískurl. (ath hugsanlegt að pokastærðin hafi eitthvað breyst frá því þessi uppskrift var skrifuð gæti þurft minna)

Eggjahvíturnar þeyttar og sykrinum bætt rólega út í. Þeytt þar til ljóst og toppar myndast. Söxuðu súkkulaði og lakkrískurli blandað varlega saman við. Sett á plötu með skeið.

Bakað við 150-170°C í 12-14 mínútur.