Lúxusfiskréttur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 1 ýsuflak eða þorskflak
  • ca. 100 g hörpudiskur eða krabbi eða bæði
  • 1 laukur
  • 10 sveppir
  • 1/2 græn paprika
  • 1/2 rauð paprika
  • 150 g hreinn rjómaostur
  • 2 litlar dósir kurlaður ananas
  • Olífuolía og smjörklípa til steikingar
  • 1 tsk Madras karrí (sterkt)
  • Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk.

Sneiddur laukur og sveppir steiktir á pönnu í olíu/smjöri þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Kryddað með karrí. Rjómaostinum og ananasinum bætt útí og osturinn látinn bráðna. Þá er skorinni papriku bætt í hræruna. Fiskflakið roðflett og skorið í frekar litla bita og lagt ofan á sósuna í pönnunni. Saltað og piprað yfir fiskinn. Pönnunni lokað og látið malla við miðlungshita þar til fiskurinn er nánast alveg soðinn. Þá er hörpudisk/krabba bætt út í og látið malla í 5 mín í viðbót. Borið fram með hrísgrjónum og nýbökuðu brauði.

Ath magn af grænmeti, fisk, ananas og rjómaosti er ekkert heilagt. Skiptir ekki máli þó það sé aðeins meira eða minna