Lífræn möndlukaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Fann þessa girnilegu uppskrift í Fréttablaðinu 9. mars 2007

Botn

  • 200 g spelthveiti
  • 130 g hrásykur
  • 50 g olía
  • 3/4 tsk lyftiduft
  • 3/4 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • Smá vanilla, stöng eða dropar
  • 1/2 l lífræn ab mjólk


Karmellubráð

  • 75 g grófmalaðar möndlur
  • 85 g smjör
  • 75 g sykur
  • 1/2 lítri rjómi
  • Smá vanilla

Ab mjólk, sykur, olía og vanilla hrært saman með písk þar til blandan er orðin jöfn. Þurrefni sett út í og rétt jafnað. Deiginu er hellt í hringlaga form bakað við 175 gráður í um það bil 30 mínútur.

Á meðan beðið er er karmellubráðin búin til. Smjör möndlur, sykur og rjómi og vanilla látið malla saman í víðum potti í nokkrar mínútur, smurt yfir kökuna eftir hálftíma bakstur. Síðan fer kakan aftur í ofninn í 20 mínútur þar til karamellan er orðin gyllt og stökk.