Krydd-Kárakökur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessar kökur bragðast eiginlega alveg eins og LU Bastogne kexið. Þvílíkt gott.

Rosalega auðveldar og henta vel í bakstur með krökkunum.

  • 250 g smjörlíki
  • 250 g sykur
  • 1 egg
  • 500 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 3 msk sýróp
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk negull
  • 1/2 tsk pipar
  • 1.5 tsk Matarsódi (natrón)
  • vanilludropar eða 1 tsk vanillusykur.

Allt hnoðað saman í hrærivél. Hnoðað aðeins saman í hönd og skipt í 80 parta sem er rúllað í kúlur. Kúlurnar settar á plötu. Bankað í hverja kúlu með kjöthamri til að fá munstur í kökuna. Bakað við 200°C nest efst.