Kartöflugratín

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Mjög einfalt og gott.

  • Kartöflur í eins miklu magni og þörf er á.
  • Smjör
  • Season all
  • hvítlaukssalt (má sleppa)
  • Gratínostur eða venjulegur ostur rifinn.

Kartöflur soðnar, skrældar og skornar í sneiðar og raðað í eldfast form. Smjörklípum dreift yfir. Alveg óþarfi að spara smjörið (þetta er ekki hollustufæði). Kryddað með season all og hvítlaukssalti. Rifinn ostur settur yfir og bakað í miðjum ofni við 200 gráður þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn.