Kaneleplaterta
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 2 dl hveiti
- 4 dl haframjöl
- 1 dl olía
- 1 1/2 dl púðursykur
- 1 tsk kanell
- 1 egg
Fylling
- 5 súr græn epli, skræld og skorin í þunna báta.
- 1/2 dl sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 2 egg
- 2 dl sýrður rjómi
Hnoðið degið og þrýstið því ofan í kringlótt tertuform (ca 24 cm þvermál). Bakið á grind við 175° í 15 mínútur. Kakan tekin út úr ofninum og eplin sett í botninn. Sykri og vanillusykri stráð yfir. Eggi og sýrðum rjóma blandað saman og hellt yfir. Kakan sett aftur í ofninn þar til eggjamassinn er orðinn stífur eða í ca 30 mín. Berist fram volg, kanel stráð yfir. Gott með ís eða rjóma.