Kókoskökur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit


  • 2 stór egg
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 5-6 dl kókosmjöl
  • 50 g suðusúkkulaði
  • rifinn börkur af einni appelsínu

Uppskriftin dugar í ca.60 kökur. Borgar sig að baka tvöfalda uppskrift því það er fljótlegt að baka þær og kökurna renna út.


  • Egg og sykur þeytt þar til það verður ljóst og létt. Súkkulaðið skorið í litla bita. Blandað saman kókosmjöli, vanillusykri, súkkulaði og rifnum appelsínuberki og hrært varlega saman við eggjahræruna. Degið sett með teskeið á plötu (notið bökunarpappír á plötuna og ekki hafa kökurnar of stórar). Bakað í 7-10 mínútur við 180-200°C næst efst í ofni. (Ég baka yfirleitt í 10 min við 200°C)