Indversk naanbrauð
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Ógeðslega góð með tandoori kjúkling og karrýkjúklingi *jammí*
- 3-3 1/2 bollar hveiti
- 1 1/4 tsk salt
- 1 bolli volg mjólk ca 40°C
- 1/4 bolli smjör
- 2 msk hrein jógúrt
- 2 tsk sykur
- 2 1/2 tsk þurrger
- 4 fínsöxuð hvítlauksrif
- Sesamfræ
- Brætt smjör
Búið til venjulegt gerdeig (nota fyrst bara ca. helminginn af hveitinu) og setjið 3 fínsöxuð hvítlauksrif í degið. Látið hefast á volgum stað í klukkutíma. Hnoðið deigið og bætið restinni af hveitinu í eftir þörfum þannig að degið hætti að klístrast við borðið. Skiptið í 8 hluta og búið til kúlu úr hverjum hluta. Fletið kúlurnar í flöt hringlaga brauð (svipuð og pítubrauð) þannig að brauðin séu þunn í miðjunni og þykk í kantinn. Smyrjið vel af bræddu smjöri yfir brauðin og stráið sesamfræjum og restinni af hvítlauknum yfir brauðin. Bakið 2-3 brauð í einu á plötu í miðjum ofni við 230°C í 5-6 mínútur eða þar til brauðin hafa lyft sér og eru orðin ljósbrún á litin.