Hvítlauksgrillaður humar

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • Humar í skel
  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Steinselja

Humarinn hreinsaður og klipptur og raðað með skelina niður á ofnplötu með bökunarpappír. Smjörið brætt í potti og marin hvítlauksrif og söxuð steinselja sett út í smjörið. Smjörmixinu smurt á humarinn og hann grillaður í ofni í nokkrar mínútur. Fer eftir stærð humarsins.