Humar í brauði
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Úr Íslandsbankadagatali 2012 - Valgerður Sigurðardóttir
- Samlokubrauð
- Humar
- Smjör
- Hvítlaukur
- Steinselja
- Sítrónupipar
Aðferð
Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinseljunni. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið það út með kökukefli báðu megin.
Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið. Kryddið með sítrónupiparnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlauskssmjörinu. Bakið í ofni við 200°C í 10-15 mín.
Einstaklega gott með salati og hvítlaussósu.