Hálfmánar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 720 g hveiti
- 375 g sykur
- 300 g smjörlíki
- 4-5 egg
- 3 msk rjómi
- 2 msk koníak
- 1.5 tsk hjartarsalt
- 1.5 tsk kardimommur
- 1.5 tsk kanell
Egg og sykur hrært saman. Bræddu smjörlíki ásamt rjóma og koníaki bætt úr í. Hveiti, hartarsalti og kryddi bætt saman við. Deigið hnoðað vel og flatt út þunnt. Kringlóttar kökur skornar út með glasi og settar á plötu. 1 tsk sveskjusulta sett á kökurnar og þeim lokað og samskeytin pressuð með gaffli. Bakað í 7 mín við 200°C efst í ofni.