Gyðingakökur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Uppskrift frá Vigdísi Hjaltadóttur

Bestu jólakökurnar

Uppskriftin gerir ca 110 kökur

Degið

  • 500 g hveiti (gæti þurft örlítið meira)
  • 370 g smjörlíki
  • 250 g sykur
  • 1 egg
  • rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu
  • 1 tsk engifer

Ofan á

  • Hært egg
  • Perlusykur (grófur hvítur sykur)
  • Saxaðar möndlur (með hýði)

Hnoða degið, gott að láta það standa aðeins í ísskáp. Degið flatt út - kökurnar eru bestar ef þær eru þunnar. Kringlóttar kökur skornar út með glasi eða kringlóttu smákökumóti. Kökurnar settar á plötu - þarf að vanda sig við þetta nota hníf til að taka þær upp af borðinu svo þær brotni síður.

Eggið hrært, möndlur saxaðar og blandað með perlusykri í skál. Í miðjuna á hverri köku er sett aðeins af eggi með teskeið og ofan á það örlítið af möndlusykurblöndunni.

Platan sett næst efst í ofninn og bakað við 200 gráður í 7-8 mínútur.