Grillað lamb á teini
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
Magur lambakjötsskrokkur ca 12 kíló
- Slatti af kjöt og grillkryddi
- Svartur ruslapoki
- 1 stykki risagrill m/teini
- 12-14 kíló af grillkolum
Kjötið er kryddað vel með kjöt og grillkryddi. Kjötið er síðan sett í plastpoka, honum vafið þétt utan um skrokkinn og lokað. Kjötið er látið liggja í pokanum í 2 - 4 daga en snúið ca. tvisvar á sólarhring. Kjötið er síðan fest á tein og grillað. Notið ca. 12 - 14 kg af grillkolum kolum. Gæta þarf þess að snúa teininum með kjötinu öðru hvoru. Reikna má með 2,5 - 3,5 tímum til að grilla kjötið. Tíminn er mismunandi eftir því hvernig grillið er útbúið.