Flatkökur

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 3 bollar hveiti
  • 1 1/2 bolli haframjöl
  • 1 1/2 bolli rúgmjöl
  • 1 teskeið natron (hrært út í vatni)
  • 1 teskeið salt
  • Mjólk eftir þörfum

Þú býrð til graut úr haframjölinu og lætur hann kólna eða því sem næst. Síðan bleytir þú í mjölinu með grautnum og mjólk eins og með þarf. Kúnstin er að hnoða deigið ekki of mikið. Þá verða kökurnar seigar. Uppskriftin dugar í 10 kökur. Hafðu þær frekar minni og þykkari heldur en að þær nái út fyrir plötuna. Kökurnar eru bakaðar á hellu. Ég baka með helluna á hæsta til næst hæsta straum. Mikilvægt er að gata kökurnar vel með gaffli þegar þær eru komnar á plötuna, láta síðan aðeins lofta undir kökurnar (lyfta þeim aðeins upp með gafflinum) og snúa þeim við áður en þær fara að brenna. Þegar búið er að snúa þeim við passar maður gjarnan að kakan sé slétt, með því að strjúka yfir brúnirnar með gafflinum annars geta þær undist upp.