Fiskur í Orly
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 3 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 2 - 3 dl mjólk
- 1 - 2 egg
- 2 msk matarolía
- 15 til 20 mín bið
- Fiskur (þorskur/ýsa/rækjur)
Hræra þykkan jafning og látið bíða í 15 - 20 mín. Skerið fiskinn í frekar litla bita. Dýfið fiskstykkjum í jafninginn og djúpsteikið. Hægt að gera þetta í pönnu. Færið fiskinn upp á pappír sem dregur í sig fitu. Kryddið. Mjög gott að bera þetta fram með hrísgrjónum og súrsætri sósu.