Fiskisúpa með hvítlauk og saffrani

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Fyrir 8 manns.

  • 400g fiskur (ýsa, lúða eða humar)
  • 4 stórir laukar
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 2 msk matarolía
  • 1 msk salt
  • 2 tsk svartur pipar
  • 1 msk karrí
  • 2-3 þræðir saffran eða
  • 2 tsk túrmerik
  • 1 dós niðursoðnir tómatar (um 400g)
  • 1/2 flaska hvítvín eða1/2 l kjúklingasoð (vatn +2 teningar)
  • 1/2 l vatn
  • 2 lárviðarlauf
  • 1 dós kræklingar (um 400 g)
  • 1 dós niðursoðnir sveppir (um 400 g)
  • sveppasoð (úr dósinni)
  • steinselja

Undirbúningur um 20 mín. Suðutími um 8-10 mín.

  • Saxið lauka og hvítlaukrif. Mýkið í olíu í stórum potti (brúnið ekki)
  • Bætið salti, pipar,karrí ,saffrani eða túrmerki út í og hrærið vel.
  • Setjið tómata, vín eða kjúklingasoð, vatn og lárviðarlauf út í pottinn ásamt soði af sveppunum. Sjóðiðí fjórar til fimm mínútur.
  • Hreinsið og skerið fiskinn í teninga. Setjið hann út í súpuna, hleypið upp suðu og sjóðið í fjórar til fimm mínútur.
  • Bætið kræklingunum og sveppunum samaan við að lokum og hitið með súpunni, Athugið að ofsjóða ekki súpuna.
  • Saxið steinselju og stráið yfir súpuna.

Berist fram með brauði.

Ég breyti súpunni stundum, sleppi víni og saffran, nota til dæmis rækjur eða það bil 2 mín eða þar til rækjurnar hringa sig. Saffran er krydd sem er dýrt og ekki alltaf fáanlegt, má sleppa þó það sé ljúffengt.