Fínn brauðréttur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 1 dós sýrður rjómi (36%)
- 1 dós sýrður rjómi (18%)
- 1 ½ dl rjómi
- 1 dós sveppir (200 gr)
- 1 dós aspas (300 gr)
- 250 gr skelfiskur eða krabbakjöt (surim)
- 100 gr skinka
- 100 gr ostur (26%)
- 10 sneiðar samlokubrauð, hvítar
- ½ tsk karrý
- 1 tsk laukduft
- 1 tsk Season All
Blandið saman sýrðum rjóma og rjóma og bætið safa af sveppum og aspas út í. Kryddið með karrý, laukdufti og Season All. Hreinsið skelfisk/krabbakjöt, smækkið og blandið út í rjómablönduna ásamt sveppum, aspas, saxaðari skinku og rifnum osti. Skerið brauð í teninga og blandið saman við. Setjið blönduna í eldfast mót í ofni við 200°c í 20-30 mín.
Berið fram sem sjálfstæðan rétt eða á kaffihlaðborði.