Eplapæ Siggu

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Eplablanda

  • 4-5 epli
  • ¼ tsk. kanill
  • 50 gr. sykur
  • 35 gr. hveiti

Hitið ofninn í 200°C, afhýðið eplin, takið kjarnann úr og sneiðið þau þunnt. Blandið saman sykri, hveiti og kanil. Blandið síðan eplunum saman við og setjið í 24 cm eldfast mót.

Deig

  • 200 gr. sykur
  • 140 gr. hveiti
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 150 gr. rifinn ostur
  • 65 gr. brætt smjör
  • ¼ bolli mjólk

Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, salti og mjólk. Hrærið smjöri og osti saman við og jafnið yfir eplablönduna. Bakið í 30 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma, ís eða sýrðum rjóma.