Dönsk lúxus-súkkulaðiterta

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
  • 200 g smjör
  • 3 dl sykur
  • 4 egg
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 1 dl hveiti
  • 150 g niðurskornar hnetur
  • fersk jarðarber eða fersk eða frosin bláber eða hindber
  • matarlímsblöð eða royal hlaup - ekki nauðsynlegt

Sykur og egg hrært mjög vel saman í þykka froðu. Smjörlíki og súkkulaði brætt saman í potti og látið kólna. Öllu hrært varlega saman. Deiginu hellt í kringlótt smelluform. Kakan bökuð í 50-60 mínútur neðarlega á 170C. Kakan kæld og skreytt með jarðarberjum eða öðrum berjum. Mjög gott að setja berin í hlaup og þá er hægt að nota sítrónu royal hlaup eða matarlím en ath að það tekur hlaupið ca 4 tíma að hlaupa þannig að það þarf að byrja á því áður en byrjað er á bakstrinum. Þegar hlaupið er orðið nokkuð vel hlaupið má setja það á kökuna annars rennur það allt inn í hana. Kakan er svo borin fram með þeyttum rjóma.