Campell´s brauðréttur
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 4-6 franskbrauðssneiðar
- 6-8 sneiðar beikon
- 1 laukur
- 100 gr ferskir sveppir
- 1 lítil dós ananaskurl
- ½ paprika
- 1 dós Campell´s Ham @ Cheese
- 2 dl rifinn Óðalsostur
Smyrjið eldfast mót og raðið brauði á botninn eða rífið það niður. Steikjið beikon, lauk og sveppi. Dreifið ananaskurli yfir brauðið og stráið paprikunni yfir það. Blandið saman súpu, beikoni, lauk og sveppum og hellið yfir ananaskurlið. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur við 180°c.