Brauð fyrir stórar brauðvélar
Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit
- 2 tsk ger
- 6 dl. hveiti(brauðhveiti eða Pilsbury Best)
- 3 dl annað gróft mjöl (t.d heilhveiti, rúgmjöl, klíð, sesamfræ, sólblómafræ, hörfræ, kúmen)
- 1-2 msk matarolía
- 1 tsk sykur
- 1 1/2 - 2 tsk salt
- 3 1/2 dl vatn
Setjið í þessari röð ofan í vélina. Af grófa mjölinu er ekki ráðlegt að setja meira en 1/2 dl af því alla grófasta (sesamfræum, sólblómafræum og kúmeni) og hafa þá 2 1/2 dl af t.d. heilhveiti og rúgmjöli.