Bláberja ostakaka

Úr Uppskriftavefurinn
Fara í flakkFara í leit

Þessi uppskrift kemur frá mömmu hans Óla hennar Ingibjargar - alveg ofboðslega góð

Í pott saman

  • Digestive kex pakki (McVites) venjulegt (nota ca. 2/3)
  • Bræði 50 gr. smjöri

Kexið mulið í blandara og smjörinu blandað vel saman við. Þjappað í botninn á kringlóttu kökuformi. Baka í ofni við 180c í 7 mín og botninn svo kældur áður en fyllingin sett á.

Fylling

  • Rjómaostur (400gr) við stofuhita
  • 1 lítil dós af skyri KEA (vanillu)
  • 1 peli af rjóma, þeyttur
  • 1 bolli sykur (hef alveg minnkað þetta niður í 3/4 bolla)
  • 2msk ca nýkreistur sítrónusafi

Hræra vel saman, engir kögglar.

Aðferð

Fyllingin sett ofan á kaldan kökubotninn og plastfilma sett yfir. Sett í frysti þar til ca 3-4 tímum áður á að bera hana fram. Taka út 3-4 klst fyrir át, heimagerðri bláberjasultu (eða annarri góðri bláberjasultu) smurt á frosna kökuna og ferskum bláberjum stráð ofan á. Örugglega jafn gott með annarskonar berjasultu.