Barbacoa taco
Tilbrigði við uppskrift af netinu eftir gríðarlegt barbacoa craving. Allar uppskriftir sögðu 8-24 tíma hægeldun. Best ef við náum 10-12 tímum á 85-90 gráðum - EN þetta hefur verið eldað á 5-6 tímum í steypujárnspotti inn í ofni á 130 gráðum
- 1200-1300 gr nautakjöt, chuck eða eitthvað svipað.
- 1 laukur saxaður
- 3-4 chipotle pipar í Adobo sósu, fíntsaxaðir EÐA til reddingar 3-4 msk af chipotle paste sem ég fann í Hagkaup
- 4-5 hvítlauksrif pressuð
- ¼ bolli ferskur lime safi
- 2 msk epla edik
- 1 msk malað kumin (EKKI kúmen)
- ½ msk þurrkað oregano
- 2 tsk salt
- 1 tsk malaður svartur pipar
- ¼ tsk malaður negull
- ¾ bolli nautasoð (1/2ish teningur + soðið vatn)
- 3 lárviðarlauf
Kjötið skorið í teninga ca 5-7 cm á kant, þarf ekki að vera nákvæmt. Sett í pottinn ásamt öllu NEMA lárviðarlaufi. Blandað vel saman og lárviðarlaufin sett ofan á. Lokið á pottinn og inn í ofn á 130 gráður í 5-6 tíma eða 80 gráður í 8-9 tíma. Kjötið á leka í sundur þegar losað er um það með gafli ef það gerist ekki þá má láta það vera aðeins lengur í ofninum.
- Mini tortilla wraps
- Lime í sneiðum
- Ferskur kóríander
- Ferskur rauðlaukur
- Annað ferskt grænmeti eftir smekk
- Rifinn ostur
- Chipotle sósa
- Chili mayo
Kjötið tekið úr pottinum og "rifið" með tveimur göfflum. Sett aftur í pottinn og látið draga í sig soðið. Sett í skál eða fat og borið á borð með street tortillas og grænmeti. Hver og einn raðar saman eftir smekk.
Þetta var mjög gott.