Skyndipasta

Úr Uppskriftavefurinn
Útgáfa frá 2. september 2008 kl. 23:11 eftir 194.144.79.236 Útgáfa frá 2. september 2008 kl. 23:11 eftir 194.144.79.236
Fara í flakkFara í leit

Pastaréttur fyrir tvo

  • Hólkapasta (Penne)
  • 4 skinkusneiðar
  • 2 baconsneiðar
  • 4 pepperonisneiðar
  • 1/2 ferskur chillipipar
  • 1 laukur
  • 1/2 græn paprika
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 msk tómatpúrra
  • 1-2 tsk basil (þurkað)
  • 1 tsk rósapipar
  • 1 msk matarolía
  • 1/2 dl vatn

Sjóðið pastað skv leiðbeiningum á umbúðum.

Skerið skinku, bacon, pepperoni í hæfilega bita, saxið chillipipar, lauk og papriku frekar smátt og steikið á pönnu í matarolíu. paprikan á að vera stökk en baconið rétt að byrja að brúnast, slökkvið þá undir.

Hrærið saman tómatpúrru, vatni, basil, rósapipar (mulinn) og fínsöxuðum hvítlauk. Blandið saman við steikta hráefnið og bætið pastanu útí.

Borið fram með brauði og góðum bjór.